Great mama

Skondin þessi tilvera....

23 febrúar, 2006

Innstakot, Kúba og París

Tíminn æðir áfram og það verður komið sumar áður en maður snýr sér við. Við Bjarni erum búin að selja Innstakot og síðasta helgi fór í að tæma sumarbústaðinn eftir 9 ára veru.

Kemst ekki yfir hvað maður getur sankað að sér af dóti og drasli. Helena Sif og Inger mættu á svæðið ásamt tengdasonunum Sigga og Níelsi. Liðið var þjóðnýtt í að henda og pakka. Og svo var ég svo séð að ég gaf Inger allt eldhúsdót, sængur og kodda og skrautmuni, þar sem hún og Níels eru að byggja sér bústað. Nýjum eigendum var síðan afhent húsið á sunnudaginn.

Nú er þessu sumarbústaðarlífi okkar Bjarna lokið í bili að minnsta kosti og til stendur að njóta þess að vera á stóru veröndinni okkar í sumar. Svo verður stefnan tekin á Kúbu með Léttsveitinni í viku í apríl og svo ætlum við hjónakornin að spóka okkur í París í júlí í eina viku.

Hlakka rosalega til! Ólíkar en pottþétt skemmtilegar ferðir. Ég hef verið 2svar í París, en Bjarni hefur aldrei komið þar og því nóg að skoða. Frábær borg til að skoða mannlífið og njóta þess að vera til.

More later....

10 febrúar, 2006

Klukk....

Vézí klukkaði mig og hér koma herlegheitin:

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
Á karfavélinni í frystihúsinu Júpíter og Mars á Kirkjusandi
Seldi pulsur með tómat og sinnep og fleira góðgæti á Melavellinum og Laugardalsvellinum
Gjaldkeri hjá Getraunum - 1x2
Innkaupastjóri hjá stóru plastfyrirtæki

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Chocolat
Fargo
Indiana Jones myndirnar (þær eru þrjár)

4 staðir sem ég hef búið á:
hmmmm.... bara á skerinu
Vesturbænum
Kleppsholtinu
Miðbænum
Breiðholti

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:
Lost
Desperate housewifes
House
CSI

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Pompei og Amalfi ströndin á Ítalíu
Walchsee í Tíról í Austurríki
Suðurey í Færeyjum
Moskva í Rússlandi

4 síður sem ég skoða daglega:
mbl.is
Léttastar
vedur.is
visir.is

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
Villigæs
Humar
Kjúklingabringur
Fetaostur

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Á Nýja sjálandi (er ekki sumar þar núna)
San Fransisco
Barcelona
Hawai

4 bloggarar sem ég ætla að klukka:
Helenu Sif (hún hefur lítið bloggað að undanförnu og þetta er kjörið tækifæri að koma sér aftur í gang)
Inger Önnu Lenu (hefur ekki bloggað síðan 19.júl á afmælisdegi föður síns og þar áður á mínum afmælisdegi - segist vera svo busy - kominn tími á að hún byrji aftur)
Sigrúnu Halldórs (hætti að blogga þegar eitthvað gerðist á bloggsíðunni hennar - bara stofna nýtt blogg og byrja aftur)
Ingibjörgu Gunnlaugs (í von um að hún byrji aftur að blogga)

More later....