Great mama

Skondin þessi tilvera....

24 febrúar, 2007

Dægurmál

Hef verið að fylgjast með umræðunni undanfarna daga um klámliðið sem búið var að panta sér hótelherbergi á Sögu og ætlaði að fara í Bláa lónið og að skoða Gullfoss og Geysi.

Hvað er með þessa endalausu histeríu og forræðishyggju hér á landi? Ætlum við að fara að láta alla hótelgesti skila inn sakavottorði og svara spurningum um hin ýmsu hugðarefni þeirra áður en við erum til í að leigja þeim hótelherbergi?

Finnst þetta út í hött. Ef þetta fólk (sama við hvað það starfar) ætlar sér ekki að fremja lögbrot hér á landi, þá er okkur ekki stætt á að segja að þeir megi ekki fá leigt hótelherbergi.

Algjörlega út í hött að hótel standi í slíkri mismunun. Hvað verður það næst?

Hef ýmugust á klámi, en skipti mér ekki að því ef fullorðið fólk er að starfa við eða skoða slíka hluti. Hér er ekki leyfilegt að framleiða slíkt efni og það er þá á valdi lögreglunnar að fylgjast með slíku. Tvískynnungurinn er orðinn alger, þegar hótel eru farin að gefa sér fyrirfram að einhver ætli að fremja glæp á meðan hann gistir hjá þeim.

Þetta mál og nafnlausa bréfið, sem var sent til dómstólanna út af Baugsmálinu, eru rugl. Því bréfi átti einfaldlega að henda í ruslið.

More later....

3 Comments:

At 26/2/07 09:58, Anonymous Nafnlaus said...

Halló halló, welcome back. Er algerlega sammála. Get ekki skilið að hótel sem að eru með fleiri sölurásir undir klámmyndir heldur en venjulegar myndi geti verið að stilla sér á háan siðgæðishest gagnvart öðru fólki. Vill heldur ekki sjá þetta klámdrasl en ég segi bara að valið hefur einstaklingurinn. If you dont like it - Change the f-in channel.

 
At 5/3/07 20:05, Blogger Inger said...

velkomin aftur mamma, svo algerlega sammála þér. Bölvaðir plebbar sem halda að þeir viti betur en við......öfgaasnar.......knús og kossar Dóttirin ;)

 
At 29/3/07 16:45, Anonymous Nafnlaus said...

Sko! Á ekkert að fara að segja hérna eða?

 

Skrifa ummæli

<< Home