Great mama

Skondin þessi tilvera....

23 júní, 2005

Gleymdu börnin

Ég er nýbúin að eignast stóra verönd með skjólveggjum - algjöra paradís í góðu veðri eins og í gær. Þegar ég kom heim úr vinnu rétti minn ektakarl mér kaldan öl í glasi og ég dreif mig út í sólina.

Þarna sat ég sleikti sólina og saup á köldu ölinu þegar síminn hringdi og yngsta dóttirin sagði andstutt; Mamma, ég hélt að Níels myndi sækja krakkana á leiksskólann og hann hélt að ég myndi gera það og það er ekki búið að sækja þau enn (klukkan var orðin 5:30). Getur þú náð í þau fyrir mig og hitt mig svo heima. Það tekur mig svo langan tíma að keyra og þú ert fljótari.

Amman náttúrulega rauk í einhverja leppa (leit út eins og flækingur) og rauk út í bíl og brunaði upp í Seljahverfi og náði í blessuð börnin sem voru orðin ansi langeyg eftir foreldrum sínum. En þau kvörtuðu ekki þegar mamma þeirra bauð þeim á McDonalds.

Ég fór síðan heim og þar beið mín grillmatur og meira öl. Á sko fínan karl!

More later....

3 Comments:

At 23/6/05 11:11, Blogger Inger said...

Já sem betur fer eiga þessi börn mín ömmur sem hugsa betur um þau en múttan ;).....

Litla barnið

 
At 23/6/05 12:37, Blogger Great mama said...

Hvaða, hvaða, Inger mín - þú hugsar sko vel um börnin þín. Skipulagið bara brast þennan dag.

 
At 23/6/05 14:52, Blogger Helena Sif said...

Já já búhú... aumingja Inger. Enda búið að útnefna hana mömmu aldarinnar. ...og það er bara 2005.

 

Skrifa ummæli

<< Home