Great mama

Skondin þessi tilvera....

24 júní, 2005

TGI Friday.....

Ósköp leit sófinn vel út þegar ég kom heim úr vinnu í gær. Hann alveg togaði í mig og mig langaði mest til að leggja mig. En nei - þetta gengur ekki, hugsaði konan og dreif sig í að laga til og þrífa geymsluna. Og ekki nóg með það, heldur þreif baðherbergið hátt og lágt.

Að þessu loknu var kominn tími til að setjast niður og horfa á Aðþrengdar eiginkonur - hef bara skolli gaman að þeim þætti. Þegar ég svo loksins sofnaði þá var klukkan orðin 01:15 og ég sem ætlaði að vakna kl. 06:10 og fara í ræktina.

Þegar klukkan hringdi í morgun þá var sko fyrsta hugsunin "Thank God it's Friday" og ég má sofa út í fyrramálið. Snarhætti við að fara í ræktina og ákvað að sofa í klukkutíma til viðbótar.

Og nú er ég reglulega "pissed" út í sjálfa mig - hvaða aumingjaskapur er þetta! Þó mig hafi vantað smásvefn og ég hafi verið þreytt. Gat bara vel komið mér í ræktina.

Motto: Skal ekki vera með svona afsakanir í framtíðinni - ræktin skal stunduð minnst 3svar í viku.

More later....

2 Comments:

At 24/6/05 09:29, Blogger Helena Sif said...

Stundum 3var í viku hvað? Það er fínt þegar undirmeðvitundin er farin að henda inn stafsetningavillum þar sem það hentar betur.

 
At 24/6/05 10:16, Blogger Great mama said...

Já, Helena mín - þarna hefur undirmeðvitundin verið að verki. Gott motto ekki satt - 3svar í viku STUNDUM!
(búin að laga stafsetningarvilluna)

 

Skrifa ummæli

<< Home