Great mama

Skondin þessi tilvera....

24 september, 2006

Fjörugur september

Nú er haustið komið með öllum sínum breytingum. Skólinn er byrjaður hjá barnabörnunum og Léttsveitin byrjuð að æfa á ný. Þessi mánuður hefur verið fullur af alls konar uppákomum.

Þann 3. september varð hún Emilía Ósk ömmustelpan mín 6 ára og hún stíga sín fyrstu spor í skólanum. Orðin svo ósköp stór og dugleg.

Þann 12. september fæddist Ásdís Sara systir Emílíu Óskar og Guðrúnar Birnu. Yndisleg dama 14 merkur og 52 cm. Og ég orðin sjöföld amma.

Sama kvöld og Ásdís Sara fæddist byrjaði kórstarfið að nýju. Frábært að hitta allar stelpurnar aftur og syngja.

Þann 18. september varð litla barnið mitt hún Inger Anna Lena 29. ára! Almáttugur hvað tíminn líður hratt.

Þann 22. september buðu Bimba Létta og Gylfi maður hennar til mikillar upprisuhátíðar í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Haldið var upp á betri heilsu þeirra tveggja og tóku hundruðir manna þátt í því. Óborganleg skemmtun.

Þann 23. september varð Charlotta Ásta ömmustelpa 4. ára og bauð til veislu um hádegisbilið. Svo ótrúlega hress og dugleg og minnir svo oft á mömmu sína hana Inger.

Þann 30. september n.k. verður haldin 20 ára afmælisárshátíð hjá TM Software, vinnunni minni. Þetta verður galakvöld og örugglega gaman.

Þetta er lífið í hnotskurn.

More later...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home