Great mama

Skondin þessi tilvera....

10 júní, 2006

Kortér í sumarfrí

....eða svo! Rosalega er ég blogglöt þessa dagana. Þetta hefur eitthvað með sumarið að gera. Það er það á að vera komið sumar, en ég er enn að bíða. Finnst nú að það ættu að vera komnir fleiri sumardagar en þessir 2 sem voru í maí rétt fyrir kuldakastið sem kom þá. Stysta sumar í mannaminnum.

Og nú á bara að rigna og rigna og hitinn svona rétt um og yfir 10°C. En þetta stendur til bóta. Allavega erum við Bjarni á leiðinni til Parísar 16. júní og verðum þar í viku. Hlakka mikið til að spóka mig um þar og skoða mannlífið. Alveg einstaklega skemmtileg borg.

Svo verðum við í 2 vikna sumarfríi eftir að við komum heim frá París. Þá stendur til að koma sér eitthvað út á land. Allavega kíkja norður í Skagafjörð og heimsækja Magga bróðir og Moniku.

Nú eru stelpurnar mínar allar á einhverju flakki og satt að segja finnst mér hálfskrítið að hafa þær ekki allar í kringum mig. Lotta og fjöslkylda fóru til Alicante 1. júní og Helena og hennar fjölskylda fara út til þeirra á sunnudaginn.

Inger og fjölskylda fara svo til Spánar 24. júní og hún er alltaf á Reyðarfirði að vinna þessa dagana svo maður sér lítið af henni.

Svo við mæðgurnar verðum ekki allar hér aftur fyrr en í lok júlí. Undarlegt!

More later....

2 Comments:

At 20/6/06 16:18, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja, ég er komin aftur. Finnst þetta nú líka hálf skrítið. Verð svo líka að fara að blogga. Sé þig þegar þú kemur heim.

 
At 27/6/06 23:32, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja núna er maður orðin hálf einmanna hérna

 

Skrifa ummæli

<< Home