Hvaða stjörnu líkist ég?
Alveg ótrúlegir hlutir sem finna á má á netinu. Einn af þeim er http://myheritage.com en þar er hægt að finna út hvaða stjörnum maður líkist helst.

Og hún var að mest líkist ég Courtney Cox (einni úr Vinum) eða 67%! Jæja, hugsaði sú fimmtuga ekki svo slæmt.
En það voru fleiri nefndir til sögunnar. Númer 2 var einhver Sammo Hung? Og ég á að líkjast honum 66%? Nú féllu á mig tvær grímur. Ekki alveg eins ánægð með þennan gaur - veit ekki einu sinni hver þetta er.
Jæja ég hélt áfram og númer 3 með 63% var Angelica Houston. Well... kona komin yfir miðjan aldur og hvorki fugl né fiskur.

Nú var mér allri lokið og alveg komin að því að breiða upp fyrir haus og láta ekki nokkurn mann sjá mig meir.
Ákvað samt að kanna restina af þessu liði sem ég á að líkjast og númer 5 með 61% var Susan Sarandon. Já, já nú erum við sko að tala saman. Leist betur á þetta, en er enn í sjokki yfir þessari Consuelo og honum Sammo. Ég á líkjast þeim meira en Susan.
Restin af listanum mínum var svona:
Nr. 6 með 58% = Katherine Hepburn (Now we're talking!)
Nr. 7 með 56% = Faye Dunaway (OK)
Nr. 8 með 55% = Gretchen Wilson (? hef ekki hugmynd hver þetta er)
Nr. 9 með 53% = Bob Marley (ha.....?)
Nr. 10 með 52% = Anna Lindh (sænski ráðherran sem var drepin í tískuversluninni - well?)
Ég er að hugsa um að fara í áfallahjálp. Prófið bara og sjáið hvernig þið komið út úr þessu.
More later....
3 Comments:
Búin að finna út hver þessi Consuela er. Þetta fann ég á netinu:
"Although a prolific recording artist and composer in her native Mexico, to the rest of the world Consuelo Velázquez is known almost exclusively for one song -- but what a song: "Besame Mucho," recorded over the years by everyone from Frank Sinatra to Elvis Presley to the Beatles. Born August 29, 1916, in Ciudad Guzmán, Mexico,"
Allavega þekkt fyrir að syngja flott lag, en útlitið - ekki alveg að gera sig.
var ekki myndin tekin seint á ferlinum?
Það hlýtur að vera.
Skrifa ummæli
<< Home