Great mama

Skondin þessi tilvera....

23 febrúar, 2006

Innstakot, Kúba og París

Tíminn æðir áfram og það verður komið sumar áður en maður snýr sér við. Við Bjarni erum búin að selja Innstakot og síðasta helgi fór í að tæma sumarbústaðinn eftir 9 ára veru.

Kemst ekki yfir hvað maður getur sankað að sér af dóti og drasli. Helena Sif og Inger mættu á svæðið ásamt tengdasonunum Sigga og Níelsi. Liðið var þjóðnýtt í að henda og pakka. Og svo var ég svo séð að ég gaf Inger allt eldhúsdót, sængur og kodda og skrautmuni, þar sem hún og Níels eru að byggja sér bústað. Nýjum eigendum var síðan afhent húsið á sunnudaginn.

Nú er þessu sumarbústaðarlífi okkar Bjarna lokið í bili að minnsta kosti og til stendur að njóta þess að vera á stóru veröndinni okkar í sumar. Svo verður stefnan tekin á Kúbu með Léttsveitinni í viku í apríl og svo ætlum við hjónakornin að spóka okkur í París í júlí í eina viku.

Hlakka rosalega til! Ólíkar en pottþétt skemmtilegar ferðir. Ég hef verið 2svar í París, en Bjarni hefur aldrei komið þar og því nóg að skoða. Frábær borg til að skoða mannlífið og njóta þess að vera til.

More later....

3 Comments:

At 2/3/06 13:10, Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær ætlar þú að bjóða frumburðinum með þér til Parísar? Man ekki betur en þegar þú skildir mig eftir með börnin í Central Park, að þú hafir sagst ætla að fara með mig seinna. Ég bíð enn... ...16 árum seinna.

 
At 2/3/06 13:56, Blogger Great mama said...

Úps...nú situr maður í súpunni!

 
At 5/3/06 18:37, Blogger Great mama said...

Ekki spurning - enda er Helena hin óþolinmóða á leiðinni með systrum sínum og fríðum hópi kvenna til New York í næstu viku. Hún verður að láta það duga í bili.

 

Skrifa ummæli

<< Home