Great mama

Skondin þessi tilvera....

30 nóvember, 2006

Roof Tops og Snorri Wium

Nú gætu margir spurt hvað bluespopphljómsveitin Roof Tops og flottasti tenór Íslands Snorri Wium eigi sameiginlegt?

Svarið er mig :-) Keypti báða diskana á kóræfingu á þriðjudaginn og hlusta á þetta með andakt!

Þegar ég hlusta á Roof Tops rifjast upp óendanlegar minningar frá unglingsárunum mínum. Sé okkur vinkonurnar fjórar fyrir mér hlustandi á þessa tónlist. Við vorum alveg uppnumdar. Fengum það meira segja í gegn hjá foreldrunum að fara í Galtalæk yfir verslunarmannahelgi 14 ára til að hlusta á átrúnaðargoðin. Og svo margt, margt fleira sem þessi músik vekur upp í huganum. Algjört Deja vu í gangi.

Var búin að gleyma fullt af lögunum, en einhvernveginn man skrokkurinn á mér eftir þeim og takturinn í þeim fær mig til að langa út á gólf að dansa. Stefni á að láta það eftir mér heima, þ.e. að spila Roof Tops í botn og dansa.

Snorri Wium syngur aríur og sönglög á sínum disk. Klassík í botn. Ótrúlega hljómfögur tenórrödd. Hann er næstur á eftir Placido Domingo hvað það varðar.
Bara flottur!

En vinnufélögunum fannst þetta svolítið undarleg blanda þegar ég var hér í vinnunni með báða diskana að setja þá inn á iPodinn minn.

Segið svo á kella á sextugsaldri sé ekki með fjölbreyttan tónlistarsmekk!

More later...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home