Hanna Karen er 7 ára í dag!

Sú var ánægð í morgun þegar hún fékk pakka og síðan fórum við heim til þeirra í hádeginu í mat, súkkulaðiköku og vöfflur. Nammm....
Það er ótrúlegt hvað þessa litla fatlaða stúlka hefur náð framar öllum vonum í öllu því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur á sinni stuttu ævi. Einu sinni var talað um að hún myndi aldrei ganga hjálpartækjalaust, en hún hleypur um í dag. Svo voru áhöld um skólagöngu hjá henni, en hún er í 1. bekk í Seljaskóla og gengur vel. Og svo er stór stund á morgun, því þá koma stelpurnar í bekknum hennar í afmæli hjá henni. Hún er svo spennt!
Alveg hef ég óbilandi trú á henni og veit að henni á eftir að vegna vel í lífinu. Hörkudugleg og vill alltaf gera allt sjálf og fær það líka.
Elsku Hanna mín, til hamingju með daginn!
More later....
1 Comments:
Til hamingju með dótturdótturina. Flott stelpa þar á ferð.
Kveðja Ingibjörg Grettis
Skrifa ummæli
<< Home