Great mama

Skondin þessi tilvera....

19 maí, 2006

Ofnæmi og söngur!

Þetta tvennt fer bara engan veginn saman. Það er að vera með nefið gjörsamlega stíflað út af ofnæmi og röddin rám. Dúndrandi höfuðverkur og maður reynir að anda í gegnum munninn og ofþornar. Púff.... þetta gengur ekki.

Byrjaði nú daginn á því að fara í vinnuna og bagsla þar við að reyna að anda eins og normal manneskja. Gaf sig engan veginn. Gafst upp á endanum og fór svo til ofnæmislæknis eftir hádegið og fékk ný lyf. Mér var bara pent sagt að ég væri svo ósköp viðkvæm fyrir áreiti (hef nú alltaf vitað að innst inni væri ég nú bara viðkvæmt blóm.... hummm, humm....). Halda mig frá hundum, köttum og hestum. Ekki vera með uppstoppuð dýr heima (ekkert svoleiðis í kringum mig)og ekki leyfa reykingar nálægt mér (spurning hvað ég geri við Bjarna?). Hann spurði hvort ég hefði nokkuð farið til sólarlanda nýlega og ég náttúrulega jánkaði því og sagði að ég hefði verið á Kúbu. Ég sagði honum að ég hefði nú bara verið betri þar, heldur en hér heima. Stemmir... sagði doktorinn. Svona bólgur í slímhúð og stíflur verða mikið betri í hita og raka.

Ja, það er vandlifað í henni veröld. Og Ísland er sko ekki fyrir einhverja aumingja sem ekki þola að veðurfarið sé alltaf eins og rússíbani.

Hringdi í Jóhönnu kórstjóra og afboðaði mig í kvöld (sniff..sniff). Þýðir víst lítið að ætla að syngja ef maður nær ekki andanum og röddin er rám.

Jóhanna sagðist þekkja þetta af eigin raun, þ.e. að fá ofnæmi og verða rám og stífluð. Sagði mér svo að drífa mig í að blogga!

Og þar sem ég læt svo skolli vel að stjórn, þá bara settist ég niður við tölvuna og skellti þessu inn.

Hugur minn verður hjá Léttunum í Langholtskirkju í kvöld og í afmælinu hjá Margréti eftir tónleika og á slúttinu á Café Óperu eftir það.

Tu tu tu.... stelpur! Kýlið á það.

More later...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home