Great mama

Skondin þessi tilvera....

08 janúar, 2006

Gíraffinn!


Við Bjarni fengum alveg rosalega flottann gíraffa í jólagjöf frá mömmu og pabba. Nú náttúrulega dettur ykkur fyrst í hug að blessuð konan sé alveg búin að tapa sér. Gíraffi hvað?


Þetta er rosalega flott hönnun á stól sem hjálpar litlu fólki til að ná upp í efstu hillu í skápunum, loka gluggum (hef sko lent í vandræðum með það hér í Blásölunum, enda ekki nema 1 metri og 59 og 1/2 centimetri á hæð) og hægt að sitja á honum til að reyma skóna sína, svo ekki sé minnst á hvað börnunum þykir þessi stóll skemmtilegur. Á honum er langt handfang, svona örlítið sveigt sem minnir á hálsinn á gíraffa.

Fyrirbæirið fæst í Kokku á Laugaveginum. Enda óendanlega flottir hlutir til í þeirri búð. Allavega mæli með þessum hlut fyrir fólk sem ekki nær því að vera hið minnsta 1, 70 á hæð.

More later....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home