Great mama

Skondin þessi tilvera....

21 júlí, 2006

Brennuvargurinn minn

Í París gistum við hjónin á litlu skemmtilegu hóteli á Boulevard Saint-Michel. Gömul bygging eins og þær eru flestar á þessum stað í borginni. Hvað um það við fengum herbergi á 3 hæð sem sneri út að götunni. Það voru 2 tvöfaldir gluggar á herberginu og hægt að opna þá upp á gátt og þegar það var gert, þá blöstu við tveir blómapottar með fullt af fallegum sumarblómum.

Minn karl, sem er einn af þeim er með nikótínfíkn á háu stigi, var orðinn mjög þurfi að fá skammtinn sinn. Enda búinn að fljúga í rúma 4 tíma og svo var hálftíma leigubílaakstur að hótelinu. Það mátti reykja á herberginu (skil ekki hvað ég er nice - þoli ekki reyk) en hann opnaði gluggann og kveikti sér í og saug að áfergju og passaði að reykurinn færi nú ekki inn herbergið - þekkir sína konu. Hvað um það þegar hann var búinn, þá drap hann í eiturnaglanum í moldinni í blómapottinum.

Við skelltum okkur síðan í göngutúr um nágrennið og komum aftur til baka upp á hótel eftir ca. 2 klukkustundir. Þegar við komum inn í herbergið, þá finnum við þessa skrítnu lykt. Minnti helst á lyktina þear verið var að reykja pulsurnar hjá SS þegar ég vann á skrifstofunni þar upp úr 1980. Við kypptum okkur nú ekkert upp við það og gerðum okkur klár í að fara út aftur.

Nema að minn karl opnar gluggann til að líta út og áður en ég veit af heyrist skaðræðisöskur; Það er að kvikna í blómunum! Komdu með vatn!
Nema hvað , ég stekk til og redda vatninu og hann skellir sér í slökkviliðsstörfin.

Það sem sé kraumaði glóðin í moldinni í blómapottinum og pylsulyktin kom af því. Moldin var skraufaþurr, enda 30 stiga hiti og sól, og í henni var fullt af trjákurli.

Mátti ekki miklu muna að við kveiktum í þessu gamla húsi og sjálfsagt allri húsröðinni, þar sem þau er sambyggð svo langt sem augað eygði.

Þið getið rétt ímyndað ykkur ræðuna sem ég hélt yfir mínum manni.

More later...

4 Comments:

At 24/7/06 19:24, Blogger Inger said...

Já mamma mín ég er viss um að Bjarni minn hafi ekki fengið eitthvað "við tölum um þetta út í bíl" look og nett orð í eyra ef ég þekki þig rétt ...... híhí

 
At 25/7/06 08:30, Anonymous Nafnlaus said...

Nei Inger mín - ekkert pent við það sem ég sagði. Skil reyndar ekki í því að maðurinn skuli þora að halda áfram að reykja. En svona er fíknin. - Mamma

 
At 24/8/06 14:37, Blogger Inger said...

hvað á ekkert að blogga hérna :)

 
At 4/9/06 15:27, Anonymous Nafnlaus said...

já, átti þetta ekki að vera framhaldssaga?

 

Skrifa ummæli

<< Home