Great mama

Skondin þessi tilvera....

30 júní, 2005

Aðþrengd eiginkona?

Ekki skreið ég upp í sófann í gær þegar ég kom heim eins og til stóð. Emília Ósk og Guðrún Birna komu í heimsókn til ömmu. Mamma þeirra þurfti aðeins að skreppa í vinnunna aftur. Það fyrsta sem ljósin mín spurðu um var; Amma, megum við fá PEZ. Þær vita að amma á alltaf PEZ í skúffunni. Amma náttúrulega gaf þeim smá PEZ þó það væri ekki nammidagur.

Þetta er sko munurinn á því að vera amma eða mamma. Nú má ég ofdekra börnin og þarf ekki að ala þau upp.

Þær settust síðan í fangið á mér í Lazy-boy stólnum og við horfðum á teiknimynd. Þar sofnuðu þær báðar, svo amman lokaði bara augunum líka og lagði sig með þeim í 20 mínútur. Vaknaði endurnærð.

Nú er fimmtudagur og Aðþrengdar eiginkonur í kvöld í sjónvarpinu. Sá á blogginu hennar Jóhönnu að hún hafði tekið próf til að athuga hverri af þessum eiginkonum hún líktist. Hún kom út sem Lynette.

Ég tók prófið Which desperate housewife are you? á blogginu hennar Hildigunnar dóttur hennar Jóhönnu og ég er BREE! Almáttugur - hélt ekki að ég væri með svona mikla fullkomnunaráráttu.

Fann annað svona próf. http://abc.go.com/primetime/desperate/quiz/index.html. Kom líka út sem Bree þar. Verð víst að sætta mig við þetta.

Svo kemur Hanna Karen til ömmu í kvöld og gistir - mamma hennar og pabbi eru að fara á Duran Duran. Helena Sif ætlar að verða 12 ára aftur og sleppa sér í því að sjá gömlu idolin sín.

More later....

1 Comments:

At 30/6/05 13:23, Anonymous Nafnlaus said...

Ég tók prófið og ég er Gabrielle. Og ég mun finna það sem að ég leita að í lífinu ef að ég get haldið mig frá vandræðum (hmmmm???) og frá hot ungum garðyrkjumönnum - og ég get ekki lofað neinu...hihihi

 

Skrifa ummæli

<< Home