Great mama

Skondin þessi tilvera....

28 júlí, 2005

Alveg að komast í frí...

Nú er bara einn vinnudagur eftir og síðan algjör sæla í 3 vikur. Hef sjaldan verið eins langeyg eftir sumarfríinu mínu og núna. Er nú heldur ekki vön að fara svona seint í frí, þ.e. í ágúst. En þar sem við Bjarni tókum okkur frí í apríl og fórum til Moskvu, þótti okkur tilhlýðilegt að prófa að fara í frí seinnipart sumars.

Ekki síst þar sem hitabylgjan í fyrra kom í ágúst og við erum að vona að sagan endurtaki sig og hér verði bongóblíða og +20°C hiti og glampandi sól næstu þrjár vikurnar.

Annars hringdi nú frumburðurinn minn í mig (hún er búin að vera í vikufríi í sól og blíðu) og spurði mig pent hvort ég gæti ekki frestað fríinu mínu þangað til að hún væri farin að vinna. Hún vildi meina að það væri mér að kenna að það sólin væri horfin og spáð væri rigningu á næstunni.

Hún segir að ég sé konan sem reyndi hérna um árið að hengja út þvott í tíma og ótíma og þá snjóaði alltaf. Og hvort ég muni ekki eftir allri rigningunni sem hefur svo oft verið þegar ég er í fríi.
Hmmm...... mar getur orðið sár, þó það komi ekki tár!

En það er nokkuð sannleikskorn í þessu hjá henni Helenu, ég er löngu hætt að reyna að hengja út þvott - þurkka hann bara inni. Það allavega snjóar ekki þar.

En ég hlakka óumræðanlega til að gera eitthvað skemmtilegt næstu þrjár vikurnar. Lesa góðar bækur, hitta skemmtilegt fólk, grilla góðan mat, drekka gott vín og "chilla".

More later....

3 Comments:

At 2/8/05 19:08, Anonymous Nafnlaus said...

Nota konur komnar yfir orðið chilla????
Hihihihihihiiiiii

 
At 2/8/05 19:09, Anonymous Nafnlaus said...

Yfir fimmtugt ætlaði ég að segja

 
At 2/8/05 19:59, Blogger Great mama said...

Jamm - ég held það nú! Ég "chilla" sko flott þessa dagana.
(var einmitt að pæla í "komnar yfir" hvað? í fyrra "commentinu").

 

Skrifa ummæli

<< Home