Great mama

Skondin þessi tilvera....

23 júlí, 2005

I don't know how she does it...

er heitið á frummálinu á bókinni sem ég er búin að vera að lesa í sól og tuttuguogeitthvað stiga hita úti á palli. Hún Stína samstarfskona mín lánaði mér bókina og hún heitir því óspennandi nafni á íslensku "Móðir í hjáverkum". Hvernig er hægt að vera móðir í hjáverkum? Ég bara spyr.

En hvað um það þetta er hin skemmtilegasta lesning og lýsir vel því hvernig nútímakonan lendir milli steins og sleggju þegar hún ætlar að láta hjónaband, barneignir, barnauppeldi, vinnu og frama á vinnumarkaði ganga upp.

Hér er lýst 35 ára gamalli konu sem vinnur í fjármálaheiminum, á 2 lítil börn og eiginmann sem aflar minni tekna en hún. Skolli skondið að fylgjast með hvernig hún reynir að láta öll þessi hlutverk ganga upp á aðeins 24 tímum á sólarhring og hún sem þyrfti svo sannarlega að hafa lágmark 36 tíma til ráðstöfunar á hverjum degi. Og mitt í allri þessari flækju eignast hún svo cyber-elskhuga í NYC sem hún daðrar við daglega í tölvupósti.

Ég sé svo margt þarna sem ég man eftir þegar ég var á þessum aldri með 3 börn (nema þetta með cyber-elskhugann) og mér verður enn meira hugsað til dætra minna sem eru nú að upplifa álíka hluti, enda hver þeirra með 2 börn og eiginmann. Veit að vísu ekki til að þær eigi cyber-elskhuga. Hmmm...... Kanna málið.

Og skondnast finnst mér í þessari bók þegar konan er að reyna að setja niður fyrir sér allt sem hún þarf að muna að gera. Svona voru nýársheitin hennar:

"Ná gullnu jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs svo tilveran verði betri og dásamlegri. Fara klukkutíma fyrr á fætur til að hámarka tímanýtingu. Vera meira með börnunum. Læra að slaka á innan um börnin. Ekki taka eiginmannin sem sjálfsagðan hlut. Gera eitthvað skemmtilegt - bjóða fóki í hádegismat á sunnudögum og svo framvegis. Afslappandi tómstundargaman?? Læra ítölsku. Nýta mér það sem London (Reykjavík) hefur upp á að bjóða - leikhúsin, listasöfn o.s.frv. Hætta við að hætta við að fara í stresslosandi nudd. Koma mér upp gjafaskúffu eins og almennileg skipulögð móðir. Reyna að passa í stærð10. Einkaþjálfari? Hringja í vini mína, vonandi muna þeir eftir mér. Ginseng, olísteiktur fiskur, ekkert hveiti. Kynlíf? Ný uppþvottavél. Autumn Bonfire kremið frá Helenu Rubenstein."

Skildu ekki margar konur finna þarna ýmislegt sem þær kannast við?

More later....

3 Comments:

At 25/7/05 13:31, Blogger Inger said...

Vá þekki þennan :)

by the way, meðan ég man, gerði DJÚSÍBURGER eða "mamabuger" eins og þeir fengu heitið hjá mér. Nema það að ég breytti aðeins til, það er 1 kg hakk, 2 dósir sýrður rjómi (ætla að prófa að nota nýja pipar sýrða rjómann) setti svo eina púrrulaukssúpu og eina sveppa (það var eiginlega gert af illri nauðsyn því aðeins var til ein púrrulaukssúpa og ekkert annað í laukfjölskyldunni. Djöfulli gott shit :)

 
At 25/7/05 15:44, Blogger Great mama said...

Já er það ekki - er viss um að þínir "djúsíburgers" smakkast líka rosavel. Kannski maður prófi sig áfram í þessu einhvertímann.

 
At 2/8/05 19:06, Anonymous Nafnlaus said...

Það er líka gott að setja 1/2 kg hakk eina af sýrðum og eitt bréf af Guakamole mixi- rosa gott.

 

Skrifa ummæli

<< Home