Great mama

Skondin þessi tilvera....

19 júlí, 2005

Stóra veröndin mín...

er algjört æði ! Hann Siggi tengdasonur sá um að leggja hellurnar á tæplega 40 fermetra veröndinni og Bjarni sá um að reisa skjólveggi.

Alveg meiriháttar að koma heim úr vinnunni í dag í 20°C hita og sól og geta sest út og lesið Blaðið. Og þar sem ég var svo heppin að eiga ískalda hvítvínsbelju í ísskápnum, þá fékk ég mér kalt hvítvín í glas og dreypti á því um leið og ég las yfir fréttir dagsins.

Algjör gúrkutíð og ekkert sérstakt í fréttunum. Mest skrifað og skrafað um vændi í Reykjavík (var með Reykjavík síðdegis í gangi í útvarpinu á meðan ég naut veðurblíðunnar). Ósköp held ég að það sé ömurleg tilvera að selja sjálfa sig. Og alveg finnst mér makalaust að heyra fólk segja að það finnist ekkert að þessu. Jafnvel finnst sumum ekkert að því að einhverjir dólgar hagnist á eymd þeirra kvenna og karla sem sjá sig knúin til að stunda þessa iðju.

Verð seint sátt við þetta held ég. Hvað sem hver segir um að það sé til fólk sem geri þetta með glöðu geði. Ye sure ! Viss um að yfirgnæfandi meirihluti vændiskvenna og karla gerir þetta ekki með glöðu geði.

Hvað um það - ætla aftur út í sólina. Er svo heppin að sólin kemur inn á veröndina um klukkan ellefu á morgnana og er þar þangað til hún sest á kvöldin.

Jibbý .... það er loksins komið sumar !

More later....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home