Great mama

Skondin þessi tilvera....

15 júlí, 2005

Surprise partý...

verður haldið fyrir Bryndísi vinkonu í dag. Ásta dóttir hennar skipulagði herlegheitin og sagði að ekki væri hægt að "gamla konan" (átti við mömmu sína sem varð 50 ára fyrir nokkrum dögum og var þá stödd í París) héldi enga veislu í tilefni þessara tímamóta.

Hlakka til að mæta í partýið - liðið verður á staðnum seinni partinn þegar þau skötuhjúin koma heim frá París. Óskaplega held ég að hún Binna mín verði hissa.

Nú þarf ég bara að spýta í lófann og skrifa smá ræðu fyrir hana. Ég hélt eina slíka í Köben fyrir Þórunni í janúar þegar hún varð fimmtug, svo Binna verður að fá sinn skammt líka.

Hef ekki enn haldið ræðu fyrir Gullu, sem varð fimmtug í júní, enda hefur hún ekki enn boðið til veislu hérna heima. Læt það bíða þangað til hún slær upp gilli.

Það er nú svo sem af nógu að taka þegar rifja á upp hvað á daga okkar vinkvennana hefur drifið. Við erum búnar að þekkjast í hátt á fimmta áratuginn og höfum brallað margt. Best að snúa sér að því að skrifa nokkur orð og hætta þessu pári hérna.

More later....

2 Comments:

At 15/7/05 14:10, Anonymous Nafnlaus said...

Hmm. Er það nokkuð surprise þegar þú ert búin að útvarpa því á netinu???

 
At 15/7/05 14:48, Blogger Great mama said...

já já - Bryndís veit ekkert um bloggið mitt og er í háloftunum á leið til landsins.

 

Skrifa ummæli

<< Home