Föstudagur...
og ég að undirbúa kveðjupartý hér í vinnunni. Hann Kjartan hætti í gær og til stendur að grilla góðan mat og stunda smá glasalyftingar honum til heiðurs í kvöld. Frábær strákur og það hefur verið meiriháttar að vinna með honum undanfarin 5 1/2 ár.
Svo á víst að taka stefnuna á Players, Kjartan segir að þar verði Í svörtum fötum að spila. Aldrei að vita nema "mamman " á svæðinu fari með krökkunum þangað. Maður er gjörsamlega hættur að stunda svona staði - sýnir nú hvað ég er orðin ráðsett kona. Hmmmmm...
Hanna Karen skildi ekkert í því í morgun þegar hún vaknaði hjá ömmu og afa að Duran Duran væri í sjónvarpinu. Hún hélt að mamma sín og pabbi væru ennþá á þessum tónleikum, sem þau fóru á í gærkveldi. Held að þeirri stuttu hafi þótt nóg komið. Tók smátíma að útskýra fyrir prinsessunni að þetta vera upptaka og tónleikarnir væru búnir og mamma og pabbi hefðu farið heim að sofa í gærkveldi.
Sem sagt stuð í kvöld. More later.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home