Great mama

Skondin þessi tilvera....

04 júlí, 2005

200 ára flakkarar

Við gömlu vinkonurnar fjórar náum að fylla 200 árin samanlagt þetta árið. Til að halda upp á þessi tímamót höfum við farið á ýmsa staði.

Þórunn reið á vaðið í janúar. Hún býr í Köben og bauð þar til veislu og við hinar þrjár mættum í æðislega veislu og héldum upp á að hún var búin að ná því að fylla fimmta áratuginn.

Ég kom næst í apríl og við Bjarni skelltum okkur til Moskvu til Hrafnhildar og Konna og héldum upp á tímamótin mín þar. Meiriháttar gaman og framandi að vera í Rússlandi.

Gulla skellti sér svo til Mallorca og hélt upp á sín tímamót þar með stæl. Haukur maðurinn hennar er fararstjóri þar og nokkrir sáu sér fært um að mæta þar til að samgleðjast henni.

Bryndís er sú síðasta okkar sem nær þeim áfanga að verða 50 ára og það gerist eftir nokkra daga núna í júlí. Hún og Teddi ætla að fara til Parísar og halda upp á það þar. Verður örugglega rosalega gaman.

Það eina sem vantar er að við fjórar sláum upp Roof Tops balli og höldum sameiginlega upp á 200 ára afmælið.

Aldrei skal maður segja aldrei - hver veit nema við látum verða að því. Afmælisárið mikla er nú ekki liðið ennþá.

More later...

2 Comments:

At 4/7/05 17:33, Blogger Great mama said...

Þér verður sko boðið ef við komum þessari hugmynd í framkvæmd !

 
At 5/7/05 10:47, Anonymous Nafnlaus said...

Sniðug!

 

Skrifa ummæli

<< Home