Great mama

Skondin þessi tilvera....

05 ágúst, 2005

Jómfrúin og söfnin

Jæja nú er ég búin að vera í viku fríi og gert mestlítið. Sleikt sólina, haldið matarboð, "chillað" og drukkið gott vín.

Við hjónin ákváðum að láta ekki við slíkt sitja og skelltum okkur á Sjóminjasafnið á Granda. Þar mátti sjá margt fróðlegt um sjómennsku fyrri ára. Mest fannst mér um að skoða lúkarinn með 12 kojum í stafni skips og kolaofninn til að hlýja mannskapnum. Skil ekki hvernig þessir blessuðu menn fóru að því að kúldrast þarna saman í svona litlu plássi.

Síðan var farið á Jómfrúna og fengið sér gott að borða og einn öl. Næstum því eins og maður væri staddur í Köben.

Svo skelltum við okkur í Listasafn Íslands og þar var sýning á verkum Dieter Roth. Hmmmm.... ég er auðsjáanlega ekki nógu listfeng. Fannst þetta einfaldlega vera krass og svo ekki sé minnst á verkin sem eru gerð úr súkkulaði og glerskáparnir með kryddinu. Come on! ´

Það eru þarna endalausar bækur um þennan "frábæra" listamann á hinum ýmsu tungumálum. Sá ekki eitt einasta verk þarna sem ég gæti hugsað mér að eiga.

Hvað um það, ætla að fara á fleiri söfn á næstunni. Stefni á að koma mér loksins í Þjóðminjasafnið og berja það augum eftir breytingu og einnig ætla ég í Ásmundarsafnið. Hef ekki komið þangað í nokkra áratugi.

More later....

3 Comments:

At 7/8/05 03:24, Anonymous Nafnlaus said...

Maður ætti kannski að láta verða að því að fara á eitthvað af þessum söfnum.

 
At 7/8/05 14:01, Blogger Great mama said...

Já, ekki spurning. Þú hefðir örugglega gaman að því að skoða hin ýmsu söfn. Þetta er fín tilbreyting þegar maður er í fríi og fer ekki út úr borginni.

 
At 10/8/05 19:29, Blogger Great mama said...

Jú - ekki spurning! Nú verðum við að fara að hittast aftur á Jómfrúnni 1. fimmtudag í hverjum mánuði. Hlakka svo til að hitta ykkur allar fljótlega.

 

Skrifa ummæli

<< Home