Great mama

Skondin þessi tilvera....

12 desember, 2005

Jóla hvað!

Alla malla - maðurinn á hæðinni fyrir ofan mig er ofvirkur. Ég meina það! Hann er búinn að vera að fræsa og bora þarna uppi síðustu daga og varla líft hérna á heimilinu.

Við Bjarni flúðum að heiman eftir vinnu á fimmtudaginn út af þessum hávaða og fórum í nokkrar búðir og svona. Ekki nokkur leið að slappa af heima hjá sér með þennan andsk.... hávaða. Ekki einu sinni hægt að spila jólalög og njóta sín.

Jæja, þá er ég búin að tuða yfir þessu. Trúi nú samt ekki öðru en þessum látum fari að linna.

Svo var nú jólatréssalan hjá Léttunum í gær og auðvitað skilaði ekki einn af mínum kúnnum sér og því þurfti að reyna að elta manninn uppi og gekk illa. Alveg miður mín - stelpurnar voru orðnar langeygar eftir að síðasta tréið mitt yrði sótt. En allt reddast þetta á endanum. Ég greiddi fyrir tréð inn á Léttsveitarreikninginn og var síðan í stöðugu símasambandi við einhvern Ellert hjá Flugbjörgunarsveitinni og við mæltum okkur mót rétt fyrir hádegi í dag, svo ég gæti náð í tréð. Og nú er ég búin að koma því í hendurnar á þeim sem átti að fá það.

Eftir að dætur mínar höfðu valið sér tré í gær fórum við öll á kaffihús með börnin. Ósköp notalegt og amma spurði smáfólkið hvort þau héldu að amma fengi í skóinn ef hún setti hann út í glugga og færi snemma að sofa. Neibb... þau voru sko ekki á því, en Emilía Ósk sagði að það væri bara Kertasníkir sem gæfi fullorðnu fólki í skóinn.

Við höfum nú löngum vitað það í minni fjölskyldu að síðasti sveinkinn væri alveg einstakur. Hann hefur hingað til alltaf fært öllu heimilisfólkinu pakka í skóginn á aðfangadag. Ekki slæmt að eiga slíkan jólasvein að.

More later.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home