Great mama

Skondin þessi tilvera....

18 október, 2005

"Kórinn" og kórinn!

Það fór aldrei svo að maður fjárfesti ekki í galaklæðnaði. Rauk í Hjá Hrafnhildi á mánudaginn fyrir viku og mátaði þar að minnsta kosti 10 dress og kjóla. Og endaði svo á að kaupa þann sem ég neitaði lengi vel að máta. Má þakka fyrir hvað afgreiðslukonan var ákveðin að koma mér í kjólinn og jakkann. Kjóll og jakki úr 100% silki, sægrænt að lit og ferlega flott.

Mætti í herlegheitunum á frumsýninguna á myndinni "Kórinn" í Háskólabíó. Megum sko vera stoltar af þessari mynd um kórinn okkar. Hún skilar sko alveg þessum skemmtilega húmor og frábæru samstöðu sem er í Léttsveitinni. Þarf að sjá myndina aftur - maður hreinlega náði ekki öllu á einni sýningu. Og ekki skemmdi dómurinn í Mogganum fyrir - myndin fékk 4 stjörnu **** af 5 mögulegum.

Síðan var farið í boð hjá borgarstjóra og skálað þar fyrir frábærri mynd. Gaman að mæta svona uppáklæddar og gera þennan dag sérstakan.

Svo var farið í æfingabúðir að Skógum um helgina. Þetta var eins og að vera í "boot camp". Liðið keyrt áfram í söng og gleði. Rosalegt að syngja heilu dagana, en ég vildi sko ekki missa af þessu. Ótrúlegt hvað það er gott fyrir sálina að vera í þessum kór. Var satt að segja eins og undin tuska í gær þegar ég mætti í vinnuna. Þreytt en sæl.

Og nú er kóræfing í kvöld - jibbý - svo við höldum áfram að syngja. Enda stendur til að syngja á Ingólfstorgi á kvennafrídaginn 24. okt. og síðan á Hótel Borg sama dag.

Nóg að gera í bransanum. Nú er bara að leggjast í að læra texta og nótur og þenja síðan raddböndin.

More later....

2 Comments:

At 14/11/05 09:10, Blogger Giovanna said...

Heyrðu mig farðu nú að blogga meira stelpa....

 
At 15/11/05 14:47, Blogger Great mama said...

Já - sko ekki spurning - það er kominn tími á að blogga meira. Skolli hvað þessi tími æðir áfram. Bæti úr þessu hið snarasta.

 

Skrifa ummæli

<< Home