Great mama

Skondin þessi tilvera....

04 desember, 2005

Jólatónleikar

Nú voru seinni jólatónleikar Léttsveitarinnar í gær í Langholtskirkju og mikið var gaman að geta tekið þátt í þeim. Ég bauð 4 af barnabörnunum mínum á tónleikana, þ.e. Eric Má 9 ára, Viktori Carli 6 ára, Hönnu Karen 6 ára og Emilíu Ósk 5 ára. Lotta, Inger og mamma mættu einnig. Restin af klaninu í vinnu eða upptekinn.

Krakkarnir skemmtu sér vel, en Emilíu minni fannst þetta víst svolítið langt. Hún var alltaf að bíða eftir Bjart er yfir Betlehem, því hún kann það lag, en það var næstsíðasta lagið.

Mömmu og dætrunum þóttu tónleikarnir flottir og mamma sagðist hafa verið mest hissa á hvað Ranheiður Gröndal væri með stóra rödd. Rosaflott söngkona.

Nú fer að koma að æfingum fyrir Dívutónleikana 10. desember. Það verður örugglega rosagaman að taka þátt í þeim líka.

Er löngu komin í jólagírinn og hlakka mikið til að njóta aðventunnar og jólanna.

More later...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home