Great mama

Skondin þessi tilvera....

21 nóvember, 2005

Smáfólkið

Ég er svo rosalega heppin að eiga fullt af litlum ömmubörnum. Heil 6 stykki og 2 stjúpömmubörn.

Þessir englar koma reglulega í heimsókn í Blásalina og þá er sko fjör. Á sunnudaginn voru 4 af barnabörnunum mínum hjá mér á meðan mömmurnar höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Viktor Carl 6 ára, Emilía Ósk 5 ára, Guðrún Birna 3 ára og Charlotta Ásta 3 ára.

Það detta stundum algjörir gullmolar upp úr þessum börnum og synd að vera ekki nógu snöggur að skrifa þau niður. Allavega á ég til að gleyma þeim allt of fljótt. Spurning að reyna að koma þeim á bloggið svo rifja megi þau upp síðar.

Ekki alls fyrir löngu þá gistu Emilía Ósk og Guðrún Birna í nokkrar nætur hjá mér (mamma og pabbi voru í Boston) og þá datt upp úr henni nöfnu minni; Amma, viltu kaupa öll fötin á Baby Born sem eru til í búðinni. Amma sagði; Nei, ég get það ekki, ég á ekki nógu mikla peninga til að kaupa öll fötin á Baby Born. Sú stutta var nú ekki lengi að finna ráð við því og sagði: Jú, jú, þú ferð bara í sjoppuna sem er heima hjá mér og þar færðu peninga og þá getur þú keypt föt á Baby Born. If only....

Og á sunnudaginn prumpar Charlotta Ásta og segir um leið; Hvaða lykt er þetta? Amma segir: Nú varstu ekki að prumpa? Mín svarar um hæl; Nei, þetta er sko jarðaberjalykt!

From the mouth of babes... as they say. Alveg óborganlegt þetta smáfólk.

More later....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home