Great mama

Skondin þessi tilvera....

09 október, 2005

Ég, um mig, frá mér, til mín.

Ég hét sjálfri mér því að þessi helgi yrði notuð í að hugsa um sjálfa mig fyrst og fremst. Vera bara heima og dúlla mér. Alveg kominn tími á það og stundum svo ósköp gott að vera alein heima.

Ég fór og náði mér í garn á föstudaginn og byrjaði að prjóna mér stórt sjal. Allt í einu fannst mér þetta eitthvað svo notaleg tilhugsun að sitja bara heima í kyrrðinni og prjóna. Ekki slæmt skal ég segja ykkur. Svo bjó ég til góða Innstakots-pottréttinn fyrir okkur Bjarna. Sá pottréttur varð til einu sinni austur í Innstakoti þegar ekki var hundi út sigandi og því ekki hægt að setja svínahnakkann á grillið. Skar þá bara kjötið í bita og steikti á pönnu og sauð svo í smávatni þangað til að það var orðið meirt. Steikti síðan sveppi og paprikur og skellti því svo út í og hellti síðan rjóma yfir. Þykkti með maizenamjöli og setti slettu af sósulit. Vola... algjört nammi. Sjóða hrísgrjón með og búa til salat. Þetta beið eftir mínum karli þegar hann kom heim eftir 12 stunda vinnudag á föstudaginn og svo fengum við okkur gott rauðvín með.

Í gær var ég í algjöru afslappelsi - prjónaði og horfði á sjónvarpið og skellti í svona 2 þvottavélar. Algjör leti.

Nú er kominn sunnudagur og nú verð ég aðeins að spýta í lófana. Nú þarf ég að lesa smásögu á þýsku fyrir þýskutímann minn á miðvikudagskvöldið. Og betra væri nú að ég skyldi það sem ég er að lesa :-( Notast nú við góða ensk-þýska-enska orðabók á netinu svo þetta hefst sjálfsagt.

Svo þarf maður að pæla í hverju maður á að vera á þriðjudagskvöldið á frumsýningunni á Kórnum og boðinu hjá borgarstjóra á eftir. Þessar elskur í kórnum ætla að vera í galaklæðnaði. Satt að segja á ég engan andsk... galaklæðnað. Verð víst að fara í einhverju árshátíðardressi sem hefur verið notað ansi oft.

Svei mér þá, það endar með því að einhvertíma fjárfestir maður í galadressi - þeim er alltaf að fjölga þeim tækifærum sem maður þarf á því að halda - sérstaklega í Léttsveitinni.

More later...

2 Comments:

At 10/10/05 14:27, Anonymous Nafnlaus said...

ooohhh, en notalegt hjá þér um helgina! Næsta helgi verður allt öðruvísi, ekki það að hún verði eitthvað ónotaleg, bara allt öðruvísi, söngur og meiri söngur og mikið fjör og gaman, og eigum við kannski að taka með okkur bjór? :-)

 
At 11/10/05 08:48, Blogger Great mama said...

Sem betur fer eru þær ekki alltaf eins þessar helgar og ég hlakka sko til næstu helgar. Jú, við tökum sko bjór með okkur (set það í minnið á Palminum - læt hann minna mig á - þú veist hvað ég er orðin gleymin ;-) )

 

Skrifa ummæli

<< Home