Great mama

Skondin þessi tilvera....

18 desember, 2005

Jólastress?

Nei, ekki aldeilis. Er bara sallaróleg yfir komu jólanna. Búin að kaupa allar jólagjafir nema fyrir Bjarna. Veit satt að segja ekki hvað ég á að gefa honum. En ég finn eitthvað út úr því áður en klukkurnar slá jólin inn.

Skrapp aðeins í Smáralindina í dag til að koma jólakortum í póst. Djísus... það var hálf þjóðin stödd á staðnum. Prísaði mig sæla þegar ég bar búin að hafa upp á póstútibúinu á efri hæðinni og gat farið heim aftur. Dreif mig í að pakka inn öllum jólagjöfunum og hlustaði á diskinn með jólatónleikum Léttsveitarinnar þetta árið.

Annars eru þetta fyrstu jólin sem ég hef ekki bakað eina einustu smáköku og er bara að hugsa um að sleppa því. Kaupi bara eitthvað að kökum og læt þar við sitja. Meira virði eins og er að slappa af og reyna að losna við endalausa gigtarverki.

Þar sem ég er skráð í Gigtarfélagið fæ ég alltaf blað frá þeim samtökum og fékk eitt slíkt núna fyrir helgina. En það var nú ekki allt, fékk líka blað frá Öryrkjabandalaginu. Hmm.... veit ekki til ég sé á skrá hjá þeim. Ætli það sé verið að segja manni eitthvað...? Veit ég er slæm af minni vefjagigt þessa dagana, en hef nú ekki hingað til litið á mig sem öryrkja.

Jæja nóg um það - hlakka til jólanna.

More later....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home