Great mama

Skondin þessi tilvera....

24 september, 2005

Afmæli, afmæli!

Þetta er rosalegur afmælismánuður. Hann hófst 3. september þegar ömmustelpan mín hún Emilía Ósk varð 5 ára. Síðan varð yngsta dóttir mín hún Inger Anna Lena 28 ára 18. septmeber.

Svo átti Léttsveitin 10 ára afmæli í mánuðinum og tilefni af því var haldin stórskemmtileg sögusýning. Rosagaman að skoða öll gömlu plakötin, söngskrárnar og myndaalbúmin. Svo á Léttsveitin 5 ára sjálfstæðisafmæli á næstu dögum.

Ekki má gleyma fommanum í kórnum. Hún Þórkatla var 50 ára á fimmtudaginn og mættum við rúmlega 30 kellur úr kórnum og sungum fyrir hana kl. 7 að morgni og svo var farið á Kaffivagninn út á Granda.

Svo varð ömmustelpan mín hún Charlotta Ásta 3 ára í gær. Það verður haldið upp á afmælið hennar núna á eftir. Við Viktor Carl bróðir hennar, sem gisti hér í nótt, mætum galvösk í það á eftir.

Síðan er hún Sigga mágkona 50 ára í dag og Pétur svili varð 50 ára fyrir nokkrum dögum. Þau hjónin bjóða til kvöldverðar í kvöld. Verður örugglega rosagaman.

Annars er þetta búið að vera mikið afmælisár - fullt af fimmtugsafmælum, þar á meðal mitt eigið og pabbi varð 75 ára í júní.

Fullt af tilefnum til að gera sér dagamun.

More later...

2 Comments:

At 24/9/05 23:37, Anonymous Nafnlaus said...

Ég gleymdi auðvitað áðan þegar ég hitti þig að óska þér til hamingju með alla stoluna. Greinilega mikil frjósemi hjá fjölskyldunni í september mánuði -eða á ég að segja í desember? haha.

Kveðja Ingibjörg

 
At 25/9/05 12:02, Blogger Great mama said...

Hmm... já - auðsjáanlega er desember fínn mánuður til að kúra saman og fjölga mannkyninu. Kalt úti og svona.

 

Skrifa ummæli

<< Home