Great mama

Skondin þessi tilvera....

02 júlí, 2005

Ein þreytt...

eftir gleði gærkvöldsins. Þetta var rosastuð. Grilluðum góðan mat og drukkum gott vín. Fórum svo í nokkra keppnisleiki og enduðum á Twister. Jeminn, hef sko aldrei fari í þann leik áður - en meiriháttar skondið að sjá fólk reyna að koma öllum sínum útlimum á gula, rauða, græna og bláa punkta á plastteppi. Sem sagt þvælist hvert fyrir öðru, þangað til mannaskapurinn dettur niður því reynt er að snúa upp á skrokkin á ómögulegan hátt.

Síðan var farið á Players. Labbaði þangað með liðinu á fínu penu rauðu skónum mínum og það stórsér á þeim. Verð að fara með þá til skóara eftir þessa svaðilför. Þar spilaði ég Pool í fyrsta sinn og hafði gaman af. Síðan var dansað og sungið með Í svörtum fötum. Bara skolli skemmtilegir og spila meira segja lög sem ég þekki.

Kjartan herramaður fylgdi síðan "mömmunni" út í leigubíl um kl. 02:00 og svo fór hann inn að skemmta sér áfram með liðinu. "Mamman" var búin að fá nóg og fór heim að sofa. Segið svo að herramennskan sé útdauð. Vona að honum gangi vel í nýju vinnunni hjá Össur.

Nú ætla ég að liggja í leti í dag og lesa góða bók. Ekkert betra að gera þegar maður er búinn að vera að djamma og djúsa.

More later....

1 Comments:

At 4/7/05 08:53, Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha! Ég sló þér við um helgina!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home