Great mama

Skondin þessi tilvera....

25 ágúst, 2005

Brrrr.... hvað það er kalt!

Nú er sumarfríið búið og það er eins og veðurguðirnir hafi ákveðið að sumarið væri líka búið og nú væri tími til kominn að veturinn hæfist. En hvað varð um haustið?

Mér finnst þetta nú einum of, ágúst er ekki liðinn og hitinn ekki nema +6°C í morgun og hávaðarok. Come on! Enga svona tilraunstarfsemi - við viljum ekki veturinn strax!

Heldur hefur mér reynst erfitt að vakna til vinnu þessa vikuna, enda orðin því vön að vaka langt fram á nætur og sofa svo frameftir. En þetta kemst upp í vana eins og alltaf. Og alltaf mæti ég kl. 08:00 - fyrst ég þarf að fara á fætur á annað borð.

Veröldin var nefnilega skipulögð af A-fólkinu (þeir sem sofna snemma og fara snemma á fætur) á meðan við B-fólkið sváfum (förum seint að sofa og vöknum seint). Ég er svona B-manneskja.

En ég játa mig bara sigraða í þessu og mæti fyrst af öllum í minni vinnu.

More later....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home