Great mama

Skondin þessi tilvera....

27 desember, 2005

And Then There Were None


Ja, nú er sko síðasta vígið fallið! Ég er komin í tölvuleikina. Sá umsögn um tölvuleik sem gerður er eftir sögu Agöthu Christie og þá lyftist á mér brúnin. Las sko allar hennar bækur hér á árum áður og á þær flestar.

Sá að þarna væri kominn leikur fyrir mig og keypti hann með það sama. Einhverjir drepnir í skuggalegu húsi á eyju og falla þar einn af öðrum og ég verð að komast að því hver er morðinginn. Jammm.... þetta lýst mér á. Hef löngum verið veik fyrir góðum "krimmum" og les slíka að staðaldri.

Enda er ég svo ósköp ánægð með að sakamálasagan sé orðið viðurkennt listform í rituðu máli hér á Íslandi. Til skamms tíma var nú bara litið niður á slík skrif. En ég skal sko segja ykkur að vel skrifaður "þriller" er sko ekki neitt moð.

Nú er bara að sjá hvort amman verði "húkkt" á tölvuleiknum. Nú ætla ég að fara að leika mér...

More later...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home