Great mama

Skondin þessi tilvera....

21 desember, 2005

Jólasveinar ...


Nú skila sveinarnir sér einn af öðrum ofan af fjöllum og í dag kom Gluggagægir og það styttist í að Kertasníkir komi í bæinn. Sveinkinn sá hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mínu fólki. Hann hefur nefnilega alltaf gefið öllum heimilismönnum gjafir á aðfangadagsmorgun. Og fyrir bragðið hefur trú okkar á jólasveinana alltaf staðið óbuguð í gegnum árin.

Svo les maður í DV að prestur sé að segja börnum að jólasveininn sé ekki til! Hvað meinar maðurinn með þessu! Þó hann fái ekki í skóinn og sé "óþekkur" þá þýðir það ekki að þessir skemmtilegu uppátækjasömu sveinar séu ekki til. Ósköp á þessi hempuklæddi maður bágt að geta ekki unað börnum á öllum aldri að hafa sína jólsveinatrú. Fuss og svei.... það á enginn að hlusta á svona karla.

Allavega bíð ég spennt eftir komu Kertasníkis og treysti á að hann gefi mér eitthvað í skóinn að vanda, þó ég sé orðin hálfraraldargömul.

Gleðileg jól!

More later....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home