Great mama

Skondin þessi tilvera....

04 janúar, 2006

Músin og kjúklingurinn

Hér koma tvær frábærar uppskriftir frá Helenu Sif:

Hvítlaukskartöflumús fyrir ca 18-20 manns

3,5 kg kartöflur (bökunarkartöflur)
5-600 g ca af smjöri
2-300 g rjómaostur
smásletta af rjóma, ca. 50-100 ml
6-8 hvítlauksrif
salt og pipar
1-2 msk þurrt oregano

Hvítlaukur, smjör (við stofuhita) og rjómaostur sett í skál og hræt örlítið saman.
Kartöflur maukaðar út í og hrært saman við.
Hitinn af þeim bræðir ostinn og smjörið.
Oragano út í og hrært og smakkað og kryddað með salti og pipar.

Helena segir að músin sé ekki verri upphituð, svo það er hægt að gera hana fyrirfram og hita svo bara upp.

Austurlenskur kjúklingur a la Helena

Hráefni:
4 skinnlausar kjúklingabringur skornar í þunnar sneiðar
2 litlir eða 1 stór laukur í bitum (ekki saxaður smátt)
1 paprika í bitum
Grænmeti (t.d. 1-2 gulrætur sneiddar langsum eða ostaskerara, blómkál í litlum bitum, brokkólí í litlum bitum , belgbaunir eða bara hvað sem er)
1-2 lúkur af hvítkali skorið í þunnar sneiðar
1-2 lúkur af kínakáli
6-7 vorklaukar skornir í litla bita (allur laukurinn nema rétt neðsti hlutinn).

Krydd og sósur:
Hvítlaukur kraminn eða frosinn í teningum
Smá rauður chili - hálfur ferskur annars ein tsk.
Ketsup Manis eða sæt sojasósa
Ein flaska af Ostrusósu
Svartur pipar
Soja sósa

Aðferð:
Allt skorið niður og tilbúið áður en steikingin hefst. Hrísgrjón soðin fyrst líka. Þá er sett olía og hítlaukur í pott ásamt chili. Hitað upp. Laukur og paprika steikt fyrst í stuttan tíma. Svo er kjúklingur settur út í og steiktur. Þá er kryddað með pipar (vel). út í með harða gærnmetið, s.s. blómkál, brokkolí, hvítkal, gulrætur o.s.frv. Steikt í smá stund og svo er aðeins af Ketsup Manis sett út í (góðan slurk).
Ostrusósa sett út í og hrært. Kínakálið er sett ofan á og lok yfir smástun þannig að það mýkist pínulítið ens oðni ekki í klessu. Þá er vorlaukurinn settur út í og hrært saman við rétt áður en þetta er borið fram.

Þá eru það EKKI gera þetta ráðin:
Ekki setja salt í réttin fyrr en allt er komið út í hann. Tvær ástæður fyrir því, þá svitnar grænmetið og kjötið og soðnar en steikist ekki. Og ostrusósan og sojasósan eru báðar saltar þannig að ekki bæta við salti fyrr en í lokið ef vill.
Ekki setja vorlaukinn út í fyrr en borið er fram annars ofeldast hann. Er bestur eins ferskur og mögulegt er.
Ekki gleyma að setja hvítkálið út í. Það þarf lengri tíma en maður heldur. Alveg sama hversu þunnt það er skorið.

Verði ykkur að góðu!

More later....

2 Comments:

At 5/1/06 13:13, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja - og hvar eru höfundarlaunin. Verði ykkur að góðu!

 
At 5/1/06 19:54, Blogger Great mama said...

Úps.... höfundarl.... hvað? ;-) Mamma

 

Skrifa ummæli

<< Home