Great mama

Skondin þessi tilvera....

24 febrúar, 2007

Dægurmál

Hef verið að fylgjast með umræðunni undanfarna daga um klámliðið sem búið var að panta sér hótelherbergi á Sögu og ætlaði að fara í Bláa lónið og að skoða Gullfoss og Geysi.

Hvað er með þessa endalausu histeríu og forræðishyggju hér á landi? Ætlum við að fara að láta alla hótelgesti skila inn sakavottorði og svara spurningum um hin ýmsu hugðarefni þeirra áður en við erum til í að leigja þeim hótelherbergi?

Finnst þetta út í hött. Ef þetta fólk (sama við hvað það starfar) ætlar sér ekki að fremja lögbrot hér á landi, þá er okkur ekki stætt á að segja að þeir megi ekki fá leigt hótelherbergi.

Algjörlega út í hött að hótel standi í slíkri mismunun. Hvað verður það næst?

Hef ýmugust á klámi, en skipti mér ekki að því ef fullorðið fólk er að starfa við eða skoða slíka hluti. Hér er ekki leyfilegt að framleiða slíkt efni og það er þá á valdi lögreglunnar að fylgjast með slíku. Tvískynnungurinn er orðinn alger, þegar hótel eru farin að gefa sér fyrirfram að einhver ætli að fremja glæp á meðan hann gistir hjá þeim.

Þetta mál og nafnlausa bréfið, sem var sent til dómstólanna út af Baugsmálinu, eru rugl. Því bréfi átti einfaldlega að henda í ruslið.

More later....