Great mama

Skondin þessi tilvera....

31 maí, 2007

Það er komið sumar....

og sól í heiði skín!

Nú er maður kominn í bloggfrí fram á haust!

Njótið sumarsins.

24 febrúar, 2007

Dægurmál

Hef verið að fylgjast með umræðunni undanfarna daga um klámliðið sem búið var að panta sér hótelherbergi á Sögu og ætlaði að fara í Bláa lónið og að skoða Gullfoss og Geysi.

Hvað er með þessa endalausu histeríu og forræðishyggju hér á landi? Ætlum við að fara að láta alla hótelgesti skila inn sakavottorði og svara spurningum um hin ýmsu hugðarefni þeirra áður en við erum til í að leigja þeim hótelherbergi?

Finnst þetta út í hött. Ef þetta fólk (sama við hvað það starfar) ætlar sér ekki að fremja lögbrot hér á landi, þá er okkur ekki stætt á að segja að þeir megi ekki fá leigt hótelherbergi.

Algjörlega út í hött að hótel standi í slíkri mismunun. Hvað verður það næst?

Hef ýmugust á klámi, en skipti mér ekki að því ef fullorðið fólk er að starfa við eða skoða slíka hluti. Hér er ekki leyfilegt að framleiða slíkt efni og það er þá á valdi lögreglunnar að fylgjast með slíku. Tvískynnungurinn er orðinn alger, þegar hótel eru farin að gefa sér fyrirfram að einhver ætli að fremja glæp á meðan hann gistir hjá þeim.

Þetta mál og nafnlausa bréfið, sem var sent til dómstólanna út af Baugsmálinu, eru rugl. Því bréfi átti einfaldlega að henda í ruslið.

More later....

10 janúar, 2007

Dúndrandi hjartsláttur á nýju ári

Nýtt ár er byrjað og það hófst með látum hjá mér. Glaðvaknaði skyndilega kl. 05:45 á síðasta fimmtudagsmorgun og hjartað í mér hamaðist eins og múkki. Fyrsta hugsunin var: Hvað var mér að dreyma svona skelfilegt?

Konan fór fram úr og hjartað hélt áfram að hamast og hamast - hreinlega heyrði það slá. Og eftir 15 mínútur eða svo var hjartað á mér enn á sama hraðanum og mér var hætt að lítast á blikuna. Þegar hér var komið við sögu, þá var ég farin á fá seiðing upp í háls og þá vakti ég minn ektakarl og sagði honum að ég væri ekki alveg eðlileg (og þessi elska horfði á mig og svipurinn sagði: eins og þú hafir einhvertímann verið það?)og lét hann vita að hjartað í mér hamaðist og það væri búið að gera það í dágóðan tíma og virtist ekkert ætla að hægja á sér.

Jæja, við hringdum á læknavaktina og ég lýsti þessum ósköpum fyrir þeim og þeir sögðu okkur að hringja strax á sjúkrabíl. Nú fóru að renna á mig tvær grímur! Og í gegnum huga minn ruku ótrúlegar hugsanir. Og satt að segja trúði ég ekki að þetta væri að gerast.

Við hringdum á sjúkrabíl og þeir komu í hvelli. Ég var tengd við hjartalínurit og þá kom í ljós að púlsinn var í 210 slögum, sem er rugl! og var þar stöðugt. Nú kallaði sjúkraflutningamaðurinn á hjartabílinn og nú lá við að ég væri farin að hugsa um hvernig kistu ég yrði lögð í.

Hjartabíllinn mætti á svæðið og í mig var dælt einhverjum lyfjum til að endurræsa hjartað (læknirinn lýsti þessu þannig)- það var stöðvað í nokkrar sekúndur og svo startaði það sér aftur. Sem sagt maður er eins og Windows kerfi sem sífellt þarf að vera að endurræsa.
´
Það hafðist í annarri tilraun að koma mér í eðlilegan púls og hann hélst síðan í 88-92 slögum. Ég var síðan flutt á bráðamóttökuna með sjúkrabíl (mín fyrsta og eina ferð í slíku farartæki um ævina). Þar var maður rannsakaður í bak og fyrir og teknar blóðprufur og ég sett í þolpróf. Kom út úr þessu öllu með glans.

Mér skilst að þetta sé ekkert óvanalegt (hu???)og hér hafi rafboðin í hjartanu eitthvað farið á skjön og ég því komist í algjört "overdrive".

Allavega ég komin í lag hvað þetta varðar.

Lenti síðan í árekstri í fyrradag og satt að segja gat mér ekki verið meira sama. Eftir þetta skipta dauðir hlutir svo ósköp litlu máli.

Lifum lífinu lifandi á meðan við getum.

More later....

05 desember, 2006

Listinn!

Helena Sif var með þetta á sinni síðu og ég svaraði þessu þar. Hér kemur listinn.

Svaraðu ef þú þorir....

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Dirty or Clean:
7. Tattoo eða göt:
8. Þekkjumst við persónulega?
9. Hver er tilgangurinn með lífinu?
10. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
11. Besta minningin þín um okkur?
12. Myndir þú gefa mér nýra?
13. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
14. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
15. Getum við hist og bakað köku?
16. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
17. Finnst þér ég góð manneskja?
18. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
19. Finnst þér ég aðlaðandi?
20. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
21. Í hverju sefuru?
22. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
23. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
24. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?

More later....

30 nóvember, 2006

Roof Tops og Snorri Wium

Nú gætu margir spurt hvað bluespopphljómsveitin Roof Tops og flottasti tenór Íslands Snorri Wium eigi sameiginlegt?

Svarið er mig :-) Keypti báða diskana á kóræfingu á þriðjudaginn og hlusta á þetta með andakt!

Þegar ég hlusta á Roof Tops rifjast upp óendanlegar minningar frá unglingsárunum mínum. Sé okkur vinkonurnar fjórar fyrir mér hlustandi á þessa tónlist. Við vorum alveg uppnumdar. Fengum það meira segja í gegn hjá foreldrunum að fara í Galtalæk yfir verslunarmannahelgi 14 ára til að hlusta á átrúnaðargoðin. Og svo margt, margt fleira sem þessi músik vekur upp í huganum. Algjört Deja vu í gangi.

Var búin að gleyma fullt af lögunum, en einhvernveginn man skrokkurinn á mér eftir þeim og takturinn í þeim fær mig til að langa út á gólf að dansa. Stefni á að láta það eftir mér heima, þ.e. að spila Roof Tops í botn og dansa.

Snorri Wium syngur aríur og sönglög á sínum disk. Klassík í botn. Ótrúlega hljómfögur tenórrödd. Hann er næstur á eftir Placido Domingo hvað það varðar.
Bara flottur!

En vinnufélögunum fannst þetta svolítið undarleg blanda þegar ég var hér í vinnunni með báða diskana að setja þá inn á iPodinn minn.

Segið svo á kella á sextugsaldri sé ekki með fjölbreyttan tónlistarsmekk!

More later...

27 nóvember, 2006

Jólahugleiðing og undarlegur matur

Frumburðurinn minn hún Helena Sif var að skrifa alveg yndislega jólahugleiðingu á blogginu sínu - ég satt að segja hálfklökknaði við lesturinn, enda óður til mín á margan hátt.

Ég var að horfa á 6-7 á Skjá einum um daginn og þar var kokkur að elda steiktan reyktan lax með appelsínukartöflumús og grófkornasinnepssósu. Undarleg samsetning, en liðið sem sat þar og borðaði virtist líka herlegheitin.

Ákvað að prófa þetta í gærkveldi og þetta er ótrúlega gott! Læt uppskriftina fljóta með hérna:

Steiktur reyktur lax með grænmeti:
Reyktur lax - skorinn í fiðrildi (skorið niður að roði og síðan alveg í gegn í næsta skurði og búin til fiðrildi)
Smjör
Sítrónupipar
Möndluflögur
Blaðlaukur
Gulrót - skornar örþunnar ræmur með skrælara
Spínat
Hvítvínssletta

Smjörið á pönnuna og síðan laxafiðrildin. Krydda með sítrónupipar og skella möndluflögunum út á. Þegar búið er að snúa laxinum við, skella þá blaðlauknum og gulrótarræmunum út á pönnuna. Í lokin er spínatinu bætt út í og smáslettu af hvítvíni. Loka pönnunni í 1-2 mínútur - vola - tilbúið.

Appelsínukartöflumús:
Smjör
1 appelsína
Rjómi
Sykur
Salt
Kartöflumúsarduft

Smjörið brætt í potti. Raspa börkinn af appelsínunni út í. Setja síðan safann úr appelsínunni í pottinn. Bæta við rjómanum og síðan smá sykur og salt. Sjóða upp og taka af hitanum og hræra svo kartöfluduftinu út í. Passa að setja ekki of mikið. Þykknar hratt.

Sinnepssósa:
Smjör
Rauðlaukur
Grófkorna sinnep (eða t.d. Dijon sinnep með hunangi - ég notaði það og það er frábært)
Matreiðslurjómi
Smá hvítvínssletta
Salt

Bræða smjörið og setja út í það smátt skorinn rauðlaukinn. Svita hann aðeins - skella svo 2 tsk af sinnepi út í og síðan matreiðslurjómanum og hvítvínið. Sjóða upp og bæta síðan út í salt.

Allt þetta tók ekki nema 7 mínútur á Skjá einum - tók mig um 10 mínútur og ótrúlega góður matur. Hefði aldrei trúað hvað reyktur lax sem er steiktur verður mildur og góður á bragðið.

Verði ykkur að því!

More later....

24 september, 2006

Fjörugur september

Nú er haustið komið með öllum sínum breytingum. Skólinn er byrjaður hjá barnabörnunum og Léttsveitin byrjuð að æfa á ný. Þessi mánuður hefur verið fullur af alls konar uppákomum.

Þann 3. september varð hún Emilía Ósk ömmustelpan mín 6 ára og hún stíga sín fyrstu spor í skólanum. Orðin svo ósköp stór og dugleg.

Þann 12. september fæddist Ásdís Sara systir Emílíu Óskar og Guðrúnar Birnu. Yndisleg dama 14 merkur og 52 cm. Og ég orðin sjöföld amma.

Sama kvöld og Ásdís Sara fæddist byrjaði kórstarfið að nýju. Frábært að hitta allar stelpurnar aftur og syngja.

Þann 18. september varð litla barnið mitt hún Inger Anna Lena 29. ára! Almáttugur hvað tíminn líður hratt.

Þann 22. september buðu Bimba Létta og Gylfi maður hennar til mikillar upprisuhátíðar í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Haldið var upp á betri heilsu þeirra tveggja og tóku hundruðir manna þátt í því. Óborganleg skemmtun.

Þann 23. september varð Charlotta Ásta ömmustelpa 4. ára og bauð til veislu um hádegisbilið. Svo ótrúlega hress og dugleg og minnir svo oft á mömmu sína hana Inger.

Þann 30. september n.k. verður haldin 20 ára afmælisárshátíð hjá TM Software, vinnunni minni. Þetta verður galakvöld og örugglega gaman.

Þetta er lífið í hnotskurn.

More later...