Great mama

Skondin þessi tilvera....

28 ágúst, 2005

Hot flashes!

Fyrstu "gigg" Léttsveitarinnar á þessu hausti voru í gærkveldi. Sungum í tveimur fimmtugsafmælum, annað haldið úti í garði í Efstasundinu og hitt í Gyllta salnum á Hótel Borg.

Rosalega var gaman að hitta stelpurnar aftur og syngja. Og mesta furða hvernig þetta gekk miðað við að liðið sá um að hita sína rödd upp sjálfar. Það laust nú niður í kollinum á mér þegar við vorum að byrja að syngja hvort ég væri nú með það á hreinu hvað 1. alt ætti að syngja í þessum lögum og hvað ekki. En einhvern veginn þá rifjast þetta upp um leið og maður byrjar að syngja.

Það er alveg magnað að horfa út í sal þegar Jóhanna og Signý byrja að syngja. Karlpeningurinn alveg bráðnar, sama á hvaða aldri þeir eru. Svipurinn á þeim segir sko meira en mörg orð. Þær eru alveg frábærar og kunna sko sitt fag.

Í seinna afmælinu á Borginni fékk ég þetta líka litla hitakóf. Jamm.... það fylgir því sko að vera orðin gjaldgengur í eldrimannablokkir! Maður fær sko hitakóf í tíma og ótíma. Alveg óþolandi. En hvað um það, allt í einu lak af mér svitinn og mitt í þessu öllu saman þá opnaðist lásinn á hálsmeninu mínu (nú erum við allar með hálsmen - búið að breyta kjólunum í vafflaga hálsmál) og það datt niður á milli brjóstanna á mér. Og þarna stóð maður og lét ekki á neinu bera og hélt bara áfram að syngja. Skolli er hún Jóhanna búin að skóla mann vel til. "No matter what, just keep on singing!"

Oh hvað ég hlakka til að hefja kórstarfið aftur.

More later...

1 Comments:

At 29/8/05 08:57, Anonymous Nafnlaus said...

Hinn sanni andi...hlakka til líka...

 

Skrifa ummæli

<< Home