Great mama

Skondin þessi tilvera....

15 september, 2005

Varsjá

Jæja, þá erum við hjónin búin að spóka okkur í Varsjá í 30-33°C hita og sól. Borgin kom okkur skemmtilega á óvart. Þarna er ótrúlega margt skemmtilegt að sjá. Engin mengun og borgin hrein.

Árshátíðin hjá TM Software var haldin á 5 stjörnu hóteli og hófst með myndbandi. Þar kom forstjórinn fyrstur fram og tilkynnti okkur að vegna mikillar aukningar á launakostnaði í fyrirtækinu, þá hefði verið gripið á það ráð að bjóða öllum starfsmönnum til Póllands og nú væri verið að vinna í því að selja eignir okkar og bíla og börnin yrðu flutt til Póllands fljótlega. Þetta myndi spara heilan helling - launakostnaðurinn myndi lækka um heilann helling.

Næst á eftir forstjóranum tóku við upptökur á hinum ýmsu áskorunum sem fram fóru á milli deilda. Mesta lukku vakti áskorun Skyggnis á mína deild, Theriak. Tveir af samstarfsmönnum mínum klæddust í bikini, annað neongrænt og hitt skærbleikt, og hlupu síðan í múnderingunni í kringum "Hjartarhúsið" Holtasmára 1. Ósköpin voru tekin upp á myndband og frést hefur að blessað gamla fólkið sem var á leiðinni í Hjartarvernd hafi fengið vægt hjartaáfall við að sjá þessar elskur í þessari múnderingu. Ekki furða annar er sérstaklega loðinn og leit vægast sagt undarlega út í neongrænu bikini og hinn er svo mjór að hann gæti fallið niður um bil á niðurfalli (að hans eigin sögn) og hann átti í vandræðum með að halda gersemunum í bikinibuxunum sem voru allt of stórar á hann.

Og ekki nóg með það, heldur stóðum við vinnufélagarnir upp á svölum á 6. hæðinni og einn af okkur tók sig til og setti vatn í fötu og skvetti því svo niður um leið og þessar elskur hlupu framhjá. Við erum enn að undrast að honum tókst að hitta þann mjóa, en ekki hinn sem er þó aðeins meiri um sig. Sá granni hefur sem sagt komist að því hvernig það er þegar það rignir á köflum.

Þetta atriði verður lengi í minnum haft.

More later....

2 Comments:

At 16/9/05 14:21, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta comment þarna finnst mér spooky!

 
At 16/9/05 20:48, Blogger Great mama said...

Djísus - mér líka! Ætla nú bara að henda þessu.

 

Skrifa ummæli

<< Home