Great mama

Skondin þessi tilvera....

20 september, 2005

Allt að gerast...

Við hjónin tókum skyndlilega þá ákvörðun á föstudagskvöldið að nú væri nóg komið í því að lappa upp á gamla Cherokee-inn okkar. Enda er jeppinn orðinn 15 ára. Ákváðum að nú væri komið að því að jarða hann og kaupa sér nýjan bíl.

Við skelltum okkur í Ingvar Helgason daginn eftir og skoðuðum nokkra notaða bíla. Vorum ekki lengi að fá augastað á 2ja ára gömlum Opel Astra station bíl, sem vildi svo skemmtilega til að ber númerið RP-707 (gamla Micran mín er með XF-707). Við skelltum okkur í að prufukeyra hann og þarf ekki að orðlengja það meir, keyptum gripinn. Flottur bíll og alveg eins og nýr.

Nú er kórstarfið hafið aftur og í kvöld er 10 ára afmælissýning kórsins. Verður gaman að skoða hana og syngja síðan með stelpunum. Ótrúlegt hvað maður fær mikið út úr þessu starfi.

Svo er stefnt á að kórinn fari til Kúbu í vor. Fíla það í botn. Verður pottþétt meiriháttar ferð. Er að hugsa um að taka karlinn með, þó ég hafi hingað til talið að þessar elskur ættu nú ekkert sérstakt erindi með í kórferðirnar. Maður hefur hvort sem er takmarkaðan tíma til að sinna þeim.

Komst þó að því á Ítalíu í fyrra að þeir karlar sem komu með undu hag sínum vel og voru rosalega duglegir að prómótera kórinn hvar sem við vorum.

More later....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home