Great mama

Skondin þessi tilvera....

04 september, 2005

Ljúf og góð helgi

Ósköp er þetta búin að vera notaleg helgi. Grilluðum humar á föstudag og fengum okkur gott hvítvín með. Mmmmmm..... gerist ekki betra.

Svo var farið í 5 ára afmæli hjá Emilíu Ósk á laugardaginn kl. 12:00 og þar var boðið upp á kínverskan kjúklingarétt, heitt skinkubrau og fleira fínerí. Og prinsessan mín er orðin svo stór og getur ekki beðið eftir að komast í skóla á næsta ári. En sem sárabót segir hún ömmu að það sé rosagaman að vera í elsta hópnum á leikskólanum.

Við Bjarni fórum síðan í langan göngutúr hér í Kópavoginum og skelltum okkur svo yfir í Seljahverfið og kíktum á framkvæmdirnar hjá Helenu Sif og Sigga. Eldhúsið orðið fokhelt og búið að rífa niður eins og einn vegg. Þau eru byrjuð að flísaleggja og svo á setja upp splunkunýtt eldhús. Verður örugglega rosaflott.

Næst er að skoða baðherbergið hjá Inger Önnu Lenu og Níels sem þau voru að endurnýja og mér skilst að sé alveg að verða tilbúið. Hlakka til að sjá það.

Annars er næst á dagskrá að undirbúa ferð til Varsjár á næsta fimmtudag með vinnunni. Búin að strauja og pressa af okkur hjónunum sem við þurfum að hafa með okkur. Verður örugglega meiriháttar ferð. TM Software býður öllu sínu starfsfólki í þessa ferð og er það meiriháttar. Þarna á að halda árshátið, að vísu í tvennu lagi því við erum svo mörg í þessu fyrirtæki að það verða teknar tvær helgar í þetta. Í fyrri ferðinni fara allavega 150 manns og í þeirri seinni 185.

Hlakka til - veðurspáin er sól og 28-30°C hiti! Jibbý - sem sagt sumar!

More later....

1 Comments:

At 6/9/05 19:27, Blogger Great mama said...

Ekki spurning! Hlakka til að mæta á æfingu og syngja. Og svo styttist í frumsýningu á myndinni okkar. Bara gaman gaman....

 

Skrifa ummæli

<< Home